Pharmaceris A, Pysiopuric rakagefandi hreinsigel 190 ml.

Hreinsigel sem ætlað er til daglegrar hreinsunar á þurri húð sem er sérstaklega viðkvæm og húð sem fær ofnæmi. Það er hannað fyrir húð sem þolir ekki sápu. Hentar einnig þeim sem hafa farið í húðmeðferðir sem gera húðina viðkvæmari. Hentar öllum aldri. 

Vörunúmer: 10134418
+
2.347 kr
Vörulýsing

A vörulínan frá Pharmaceris er sérstaklega ætluð þeim sem eru með viðkvæma húð og fyrir þá sem fá ofnæmi. Þessi vörulína inniheldur virk innihaldsefni sem hjálpa til við að koma jafnvægi á ónæmiskerfi húðarinnar. Hún hjálpar til við að róa og sefa viðkvæma húð um leið og hún styrkir verndandi yfirborð húðþekjunnar. Þannig kemur hún í veg fyrir ofurviðkvæmni húðarinnar og dregur úr exemi, ertingu, roða, kláða og brunatilfinningu. Húðin verður heilbrigðari, mýkri og frískari. Án ilmefna og aukaefna sem geta ert húðina. Þessi Pharmaceris lína inniheldur einstök einkaleyfisvarin innihaldsefni Immuno-Prebiotic og Leukine-Barrier.


Eins og aðrar vörur Pharmaceris hafa allar vörurnar í þessari línu verið ofnæmisprófaðar af húðlæknum og klínískt prófaðar. Öryggi og árangur varanna fyrir viðkvæma húð og ofnæmishúð hefur verið staðfestur með rannsóknum. Varan er fyrir: Ofnæmishúð, húð sem er viðkvæm fyrir utanaðkomandi áreiti (frosti, vindi, hita, sólargeislum) eða húð sem þolir illa snyrtivörur.

Árangur og virkni vörunnar fyrir viðkvæma húð og ofnæmi hefur verið sannreyndur með klínískum prófunum.

 • 91% fann fyrir meiri raka í húðinni eftir notkun
 • 87% fannst húðin frískari eftir notkun

Virkni og öryggi vörunnar hefur verið sannreynt og prófað af húðlæknum.

 • Ofnæmisprófað
 • Klínískt prófað
 • Án Parabena
 • Án sápu
 • Án SLS og SLES
 • Án litarefna
 • Án ilmefna
Notkun

Tvöföld virkni – hægt að nota bæði með vatni eða án þess. Setjið gelið í lófann eða í bómull, hreinsið það síðan af með vatni eða bómull. Varist að láta gelið berast í augun. Berið að lokum viðeigandi krem frá Pharmaceris sem hentar þinni húðgerð á húðina. Njótið þess að þrífa.

Innihald
 • Mango wax – Rakagjafi sem virkar djúpt í húðinni. Verndar ysta lag húðarinnar og hjálpar henni að endurnýja sig.
 • Glucam® – Bindur raka í húðinni þannig að rakinn helst lengi í húðþekjunni. Hjálpar húðinni að endurheimta teygjanleika og styrk þannig húðin verður mýkri og sléttari.
 • Allantoin – Hefur sefandi áhrif sem veitir vellíðan.
 • D-panthenol – Hefur róandi áhrif og byggir upp mótstöðu húðarinnar þannig hún verður minna viðkvæm.

D-panthenol – Hefur róandi áhrif og byggir upp mótstöðu húðarinnar þannig að hún verður minna viðkvæm.

Tengdar vörur