Svefn
Svefn gefur líkamanum tækifæri til að hvílast og endurnærast, sem styrkir ónæmis-og taugakerfi hans. Jafnframt fær heilinn bæði hvíld og tækifæri til að vinna betur úr tilfinningum og hugsunum. Svefn er því bráðnauðsynlegur til að viðhalda heilsu og líðan, bæði líkamlegri og andlegri, en þrálát svefnröskun eykur líkur á alvarlegum heilsukvillum, s.s. þunglyndi, sýkingum, háum blóðþrýsingi, streitu, offitu ofl. (Heimild: Embætti Landlæknis).