BIOEFFECT EGF POWER CREAM 50 ml.

EGF Power Cream er nýtt og byltingarkennt andlitskrem frá BIOEFFECT. Það er bæði kraftmikið og djúpvirkandi, vinnur á fínum línum, jafnar lit og áferð og eykur þéttleika húðarinnar. EGF Power Cream er afurð áralangrar rannsókna- og þróunarvinnu og inniheldur úrval virkra og sérvalinna efna úr plönturíkinu. Lykilhráefni BIOEFFECT, EGF, er þar í aðalhlutverki auk betaglúkan, níasínamíð og órídónín. Í sameiningu styðja og efla þessi einstöku efni náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar. EGF Power Cream rakakremið sigraði Woman & Home Beauty Awards 2021 í flokknum Best new launch: Best moisturiser.

Vörunúmer: 10163682
+
21.990 kr
Vörulýsing

Eiginleikar og áhrif:

  • Dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka.
  • Þéttir húðina, húðin virðist stinnari.
  • Jafnar áferð og dregur úr litabreytingum.
  • Sléttir húðina og jafnar húðlit.
  • Dregur úr ásýnd svitahola.
  • Hentar öllum húðgerðum, þó sérstaklega eldri húð og þurri húð.
  • Aðeins 23 innihaldsefni.
  • Án ilmefna, sílikons, parabena og glútens. 
  • Ofnæmisprófað.
     
Ótvíræður og kraftmikill árangur:
  • dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka um allt að 53%
  • dregur úr litabreytingum um allt að 36%
  • eykur þéttleika húðar um allt að 60%
  • eykur teygjanleika húðar um allt að 58%
  • dregur úr ásýnd svitahola um allt að 56%
 
Skv. 90 daga virknirannsókn á vegum BIOEFFECT. 50 þátttakendur notuðu EGF Power Cream tvisvar á dag. Visia Skin Analysis kerfið var notað til að mæla árangurinn.
Notkun

Berið á andlit, háls og bringu bæði kvölds og morgna. Nuddið mjúklega inn í húðina með hringlaga hreyfingum. Bíðið í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við sólarvörn eða farða eru settar á húðina. EGF Power Cream má nota eitt og sér eða samhliða serumum frá BIOEFFECT. EGF úr byggi hefur mesta virkni í röku umhverfi. Til að tryggja hámarksárangur mælum við með að varan sé notuð samhliða öðrum BIOEFFECT vörum.

Passar vel með:
EGF Essence. Einstakt andlitsvatn sem eykur raka, undirbýr húðina fyrir BIOEFFECT EGF vörur og eykur þannig virkni þeirra. EGF Serum. Hinir árangursríku og margverðlaunuðu EGF Serum húðdropar innihalda aðeins 7 hrein efni.

Góð ráð

  • Berið yfir serum frá BIOEFFECT til að hámarka virkni og árangur
  • Bíðið í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við sólarvörn eða farða eru settar á húðina.

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Innihald
  • BIOEFFECT EGF — Rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. BIOEFFECT EGF hjálpar til við að örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.
  • Betaglúkan úr byggi — Betaglúkan róar og nærir húðina og styrkir varnir hennar. Það viðheldur raka, vinnur gegn hrukkumyndun og verndar húðina fyrir skaðlegum geislum. Rannsóknir hafa auk þess sýnt að betaglúkan sem framleitt er úr byggi getur myndað allt að þrisvar sinnum öflugri andoxunarvörn en betaglúkan sem framleitt er úr höfrum.
  • Órídónín — Nýtt og árangursríkt efni í húðvöruframleiðslu. Órídónín er unnið úr jurtaþykkni og er þekkt fyrir græðandi eiginleika. Það vinnur auk þess gegn skaðlegum áhrifum sindurefna sem eru talin stuðla að sýnilegum merkjum öldrunar. Líkt og EGF úr byggi getur órídónín tengst húðfrumum og sent þeim skilaboð. Í sameiningu vinna þessi öflugu efni gegn fínum línum og slappri húð.
  • Níasínamíð — Einnig þekkt sem B3 vítamín. Bætir áferð, jafnar húðlit og eykur ljóma auk þess að lágmarka ásýnd fínna lína.
  • Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.
  • Íslenskt vatn — Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.
  • Squalane — Endurnærandi og rakagefandi andoxunarefni. Það vinnur hér með fitusýrunum í kvöldvorrósarolíu og sheasmjöri. Saman stuðla efnin að næringu og raka og mýkja húðina án þess að skilja eftir klístrað lag á yfirborði hennar, sem er sérstaklega hentugt fyri eldri húð eða þurra húð.

Innihaldsefni:
WATER (AQUA), BUTYROSPERMUM PARKII (SHEA) BUTTER, C12-20 ACID PEG-8 ESTER, BUTYLENE GLYCOL, ONEOTHERA BIENNIS (EVENING PRIMROSE) OIL, CETYL ALCOHOL, SQUALANE, SORBITOL, HYDROGENATED POLYISOBUTENE, NIACINAMIDE, TOCOPHEROL, SODIUM HYALURONATE, BETA GLUCAN, ORIDONIN, PHENOXYETHANOL, SORBITAN OLEATE, CARBOMER, XANTHAN GUM, ETHYLHEXYLGLYCERIN, POLYSORBATE 20, POTASSIUM HYDROXIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1).

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu

Tengdar vörur