EGF Body Serum inniheldur ríkulegt magn EGF prótína úr byggi. EGF byggprótín er lykilhráefni og einkennismerki okkar hjá BIOEFFECT.
Húðin á líkamanum er þykkari en húðin í andlitinu. Hún er samt alveg jafn næm fyrir öldrun. Þetta létta líkamsserum er sérstaklega hannað til að smjúga hratt inn í húðina og dreifast vel. Þannig komum við í veg fyrir að formúlan sitji eftir eða myndi klístrað lag á yfirborði húðarinnar. EGF Body Serum inniheldur hreint og mjúkt íslenskt vatn, hýalúronsýru, þykkni úr byggfræjum og glýserín. Þessi olíu- og ilmefnalausa formúla lífgar upp á húðina, veitir henni langvarandi raka og gefur henni bæði mýkri og sléttari áferð. Með reglulegri notkun getur þú aukið þéttleika og ljóma og dregið úr sýnilegum merkjum öldrunar.
- Langvarandi raki fyrir allan líkamann
- Þéttir og sléttir húðina
- Dregur úr ásýnd fínna lína
- Silkimjúk áferð
- Smýgur hratt inn í húðina
- Hentar öllum húðgerðum
- Aðeins 8 innihaldsefni
- Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
- Prófað af húðlæknu