BIOEFFECT EGF er endurnærandi og rakabindandi prótín sem hjálpar til við að örva náttúrulega kollagenframleiðslu og viðhalda sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar. EGF Serum er okkar allra vinsælasta vara og sérstaklega þróuð til að vinna á sjáanlegum öldrunarmerkjum á borð við fínar línur og hrukkur, auka þéttleika og veita langvarandi raka. Mildir en áhrifaríkir húðdropar sem henta öllum húðgerðum.
Eiginleikar og áhrif
Byltingarkenndir EGF húðdropar sem eru þróaðir með aðferðum plöntulíftækni
Vísindalega þróað serum sem fyrirbyggir og vinnur á sýnilegum öldrunarmerkjum húðar. Inniheldur okkar einstaka BIOEFFECT EGF – endurnærandi og rakabindandi vaxtarþáttur sem gegnir mikilvægu hlutverki við að efla rakabindingu, auka þéttleika og viðhalda sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar. Klínískar innanhússrannsóknir hafa sýnt að EGF Serum eykur raka, dregur úr ásýnd hrukka og fínna lína og þéttir húðina. Upplifðu hámarksárangur með hreinni húðvöru sem inniheldur aðeins 7 náttúrulega virk efni.
- Dregur úr ásýnd hrukka og fínna lína
- Eykur og viðheldur raka í húðinni
- Þéttir og sléttir húðina
- Jafnar áferð og húðlit
- Hentar öllum húðgerðum
- Aðeins 7 innihaldsefni
- Aðeins þörf á 2-4 dropum
- Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
- Án rotvarnarefna
- Prófað af húðlæknum