Meltingarbætiefni
Góð meltingarflóra getur haft mikil áhrif á líkamlega og andlega líðan. Hún styrkir ónæmiskerfið, en yfir 70% af því er að finna í meltingarveginum. Meltingarflóran hefur mikið um það að segja hvernig heilsufari okkar er háttað, andlega og líkamlega, hvort við smitumst af sýklum úr umhverfinu eða þróum langvinna sjúkdóma. Með því að leggja áherslu á fjölbreytt og næringarríkt fæði, inntöku á nauðsynlegum bætiefnum og lifandi gerlum nærum við meltingarflóruna og þannig eflum við ónæmiskerfið og varnir líkamans.